ÞÞÞ flytur
Þann 11 apríl 2014 var skrifað undir samning við BM Vallá um byggingu á nýjum höfuðstöðum ÞÞÞ að Smiðjuvöllum 15. Afhending á húsinu tafðist örlítið sökum leiðindar veðurs í vetur en núna er komið að því að flytja.
Bifreiðastöð ÞÞÞ hefur verið með höfuðstöðvar sínar á Dalbraut 6 frá 1994 og því búin að vera þar í 21 ár.
Húsnæðið að smiðjuvöllum er 1452 m2 að grunnfleti en samtals 1690 m2 að stærð. Við byggingu á húsnæðinu mun öll starfssemi ÞÞÞ flytjast undir sama þak.