Áburðarskip á Akranesi
Undanfarin ár hefur ÞÞÞ séð um að uppskipa áburði fyrir Fóðurblönduna sem og afgreiða hann til viðskiptavina.
Helgina 11-13 apríl kom fyrra áburðarskipið þetta vorið og var í því rúm 1200 tonn af áburði ásamt timburstaurum og seinna skipið kom 16 apríl, í því skipi voru rúm 3100 tonn af áburði. Áburðinum er keyrt í stæður fyrir aftan gömlu sementafgreiðsluna og afgreiddur þaðan til viðskipta vina.
Magnið af áburði sem uppskipað var í ár er með því mesta magn sem uppskipað hefur verið á Akranesi frá byrjun en helgast það af geymsluaðstöðu sem Fóðurblandan er með. Fóðurblandan hefur verið með undanfarið ár hluta af efnisgeymslu sementsins í leigu og verður með áfram.