Smiðjuvellir 15
Eins og flestir akurnesingar hafa tekið eftir hefur staðið yfir bygging á nýjum höfuðstöðum ÞÞÞ að smiðjuvöllum 15.
Bygging hússins hefur verið í höndum BM Vallá en keypt var einingahús af þeim. Ásamt þeim hafa hinir ýmsu verktakar komið að byggingu hússins. Bjarni Ingi Björnsson sá um rafmagnið, Ylur pípulagnir voru með vatnslagnir, Trésmiðjan Akur var með milliveggi, innihurðir ofl, Sammála sá um málningarvinnu, Grímsstaðir gerðu innréttingar fyrir okkur, Skóflan sér um útisvæðið og síðast en ekki síst var Sæmundur Víglundsson byggingastjóri.
Viljum við nota tækifærið og þakka þeim fyrir vel unnin störf.